Ballroom – Chiara Frigo

Kærleikur, þrá og ástríða lágu í loftinu, ljúfar minningar vöknuðu og öllum var boðið upp í dans. Sýningin Ballroom var einstök og falleg upplifun fyrir gesti og gangandi. 

Í 5 daga í ágúst 2016 voru hér 8 ungmenni að vinna undir handleiðslu ítölsku listakonunnar Chiara Frigo. Vinnustofan endaði með sýningunni Ballroom í Iðnó 20. ágúst á Menningarnótt, einum fallegasta ballsalur landsins.

Verkefnið Ballroom er farandverkefni Frigo og Riccardo de Torrebruna og tekur fyrir andrúmsloft ballsalarins og hefðirnar í kringum dansleiki fortíðarinnar. Sýningin er með fastan strúktúr sem að flytjendur læra en svo er bætt við sögum og minningum úr þeirra eigin lífi. Verkefnið hefur verið unnið með ungmennum víða um Evrópu og er ávallt unnið í samstarfi við flytjendur og aðlagað að sýningarstað.

Verkefnið var stutt af ítölska menningarráðinu sem að greiddi ferðalög og uppihald Frigo og Torrebruna.

nánar um Chiara Frigo má lesa hér: http://www.chiarafrigo.com/


img_3525 img_3526