DanshöfundarDrawing (22)

 Danshöfundafélag Íslands, DFÍ, var stofnað 2014. Meginmarkmið félagsins er að gæta hagsmuna danshöfunda á Íslandi, efla faglega samstöðu og samræðu og vinna að auknum sýnileika atvinnugreinarinnar. Félagið stendur einnig vörð um höfunda- og hugverkarétt danshöfunda.
> danshofundar.wordpress.com

Drawing (18)Iceland on tour 14 / 15

Fjölmargar danssýningar líta dagsins ljós á hverju ári. Hér eru nokkur íslensk dansverk sem eru tilbúin til að ferðast.

Vídeó

DansararDrawing (20)

Félag íslenskra listdansara, FÍLD, var stofnað 1947. Félagið er sameiginlegur vettvangur danslistamanna á Íslandi. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna íslenskra danslistamanna, efla danslistina á Íslandi með því að hafa áhrif á opinbera stefnumótun og hafa áhrif á úthlutun fjár- og styrkveitinga til listdansmála.
> dance.is

Dansfræði

Íslenska dansfræðafélagið var stofnað í ársbyrjun 1998. Félagið hefur það að markmiði að stuðla að og styrkja dansrannsóknir hér á landi í sem breiðustum skilningi. Í þeim tilgangi stendur félagið fyrir opnum fyrirlestrum, fræðslufundum, námskeiðum og dansleikjum.Drawing (19)

HátíðirDrawing (21)

Reykjavik Dance Festival er alþjóðleg dans - og sviðslistahátíð í Reykjavík. 
> Reykjavík Dance Festival

LÓKAL er alþjóðleg sviðslistahátíð í Reykjavík.
> LÓKAL

Act Alone er einleikjahátíð á Vestfjörðum.
> Act Alone

LungA er Listahátíð unga fólksins á Austurlandi.
> LungA

Assitej-hátíðin er sviðslistahátíð  í Reykjavík fyrir börn og ungmenni.
> Assitej

 

Menntun

Á samtímadansbraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands fá nemendur þjálfun til atvinnumennsku í dansi. Brautin býður þriggja ára nám í samtímadansi með tækniþjálfun, skapandi vinnu nemenda og tengingum við aðrar listgreinar. Nemendur útskrifast með BA gráðu í dansi.
> Listaháskóli Íslands

Margir dansskólar eru starfandi á landinu. Þar er boðið upp á fjölbreytta danstíma fyrir börn og fullorðna.
> DansskólarDrawing (24)