Dansverkstæðið - vinnustofur danshöfunda

Dansverkstæðið hefur verið starfrækt síðan 2010 í þeim tilgangi að veita danshöfundum vinnuaðstöðu til að þróa hugmyndir, gera tilraunir og æfa verk sín. Einnig eru haldin ýmis námskeið fyrir dansara og danshöfunda. Tvö æfingarými með fjaðrandi trégólfum eru í Dansverkstæðinu auk aðstöðu fyrir fundi og félagslíf.

Reykjavík Dance Festival og ýmis félagasamtök í dansi hafa aðstöðu í Dansverkstæðinu. Dansverkstæðið er rekið af Samtökum um Danshús.

 

  Drawing (26)

Hvað er að gerast?

Dansverkstæðið flutti af Skúlagötu núna 1. ágúst. Verið er að vinna í samningum vegna nýs húsnæðis og verður tilkynnt hvert við förum um leið og hægt er.

 Andrea Vilhjálmsdóttir, sviðslistakona, birti á dögunum litla mynd á facebook síðu sinni sem að danslistamenn hafa tekið fagnandi. Við hvetjum alla til að nota "hastaggið" #rísidanshús þegar þeir fjalla um málefni dansins á samfélagsmiðlum. 

Aðkoma

Frá Skúlagötu er gengið upp nokkrar tröppur og inn um gráar dyr.
Síðan upp stigann upp á næstu hæð.
Þar eru dyr á hægri hönd.
Þegar komið er inn um þær dyr tekur við órætt svæði og síðan stuttur gangur sem liggur að dyrum Dansverkstæðisins.
Svört hurð.
Opnið.
Velkomin!

Drawing (27)

Dansverkstæðið       |       Skúlagötu 30       |       101 Reykjavík       |       danceatelier@danceatelier.is       |       sími 6118244