fyrri námskeið og verkefni

Dansverkstæðið hefur tekið þátt í og skapað fjölda viðburða og námskeiða í samvinnu við innlenda sem erlenda listamenn.

Sharing Perspectives – var fundur danshöfunda og samtaka þar sem að rætt var um þróun hugsanlegs samstarfs.

Overstatement/oversteinunn – Steinunn Ketilsdóttir var við vinnustofu á Dansverkstæðinu í nóvember 2016 og bauð svo til þriggja viðburða á nóvember útgáfu Reykjavík Dance Festival

The Ballroom – ítalska danslistakonan Chiara Frigo vann hér í ágúst 2016 með hópi unglinga að verki sínu Ballroom sem að sýnt var á menningarnótt í Iðnó

Tríó námskeiðin – röð master class námskeiða styrkt af Kulturkontak Nord. Verkefnið var virkt á árunum 2012-2014. Kennarar voru m.a. Julyen Hamilton og Caroline Mcsweeney.

Þórey Ploder Vigfúsdóttur bauð í samstarfi við Dansverkstæðið upp á ókeypis námskeið í Complete Vocal raddbeitingu þann 19. maí 2017.