Námskeið – Complete Vocal raddbeitingartækni

Þórey Ploder Vigfúsdóttur og Dansverkstæðið bjóða upp á ókeypis námskeið í raddbeitingu fyrir danslistamenn þann 19. maí.

Þórey er raddþjálfari og viðurkenndur kennari í complete vocal tækni. Hún hefur verið búsett í Danmörku síðan 2006 og vinnur við raddþjálfun á norður sjálandi. Lesa má meira um vinnu Þóreyjar á heimasíðu hennar: www.roest-coaching.dk.
Þórey er með bakgrunn í dansi, meðal annars frá LHÍ, og því góða kunnáttu á hvernig rödd og hreyfing vinna saman. Á námskeiðinu mun hún kynna raddþjálfun sem sniðin er fyrir dansara. Hún mun kenna æfingar og veita þátttakendum “verkfæri” til að viðhalda hraustri rödd.

Þórey mun deila kunnáttu sinni með okkur föstudaginn 19. maí næstkomandi frá 16:00 – 18:00. Námskeiðið er ókeypis en vinsamlegast skráið ykkur með því að senda línu á danceatelier@danceatelier.is. Mælt er með því að mæta í þægilegum fötum og jafnvel með stílabók og penna.

Eftir námskeiðið býður Dansverkstæðið upp á Happy Hour, drykkir og léttar veitingar í boði.