OVERSTATEMENT/OVERSTEINUNN

Steinunn Ketilsdóttir var í vinnustofu á Dansverkstæðinu í nóvember 2016 og bauð svo til þriggja og viðburði í tengslum við RDF. Ókeypis var inn og allir velkomnir.

 

13735442_10208493627392529_136125576_nSteinunn sagði: Ég vil bjóða þér inn til mín og deila með þér rannsóknum mínum á væntingum. Þetta verður heimsókn. Þetta verður rannsókn. Þetta verður tilraun. Þetta verður tillaga. Þetta verður tilkynning. Þetta verður kynning. Þetta verður yfirlýsing. Þetta verða þrjár yfirlýsingar á þremur dögum. Þetta verða þrjár mismunandi yfirlýsingar á þremur mismunandi dögum. Þetta verður ekki sýning. Á eftir getum við spjallað. Ef þú vilt.

OVERSTATEMENT/OVERSTEINUNN: Expressions of Expectations er viðvarandi sólverkefni samið og flutt af mér sjálfri. Í gegnum röð yfirlýsinga, í bæði töluðu máli og líkamsmáli, tjái ég mig um væntingar mínar til performansins og flytjanda hans. Samtímis spyr ég spurninga og efast um þessar sömu væntingar. Þessar yfirlýsingar taka á sig margvíslegar myndir og form og eru settar fram á breytilega vegu, allt eftir tíma, rými og samhengi hlutanna. Frá upphafi verkefnisins hef ég gert fimm opinberar yfirlýsingar. Þessar opinberu yfirlýsingar eru aldrei eins, þær eru síbreytilegar og þróast og þroskast eftir því sem tímanum fleygir áfram og rýmið í kringum okkur hnikast til og mótast.

Hverjar eru væntingar okkar? Hvenær eru þær uppfylltar og hvenær verðum við fyrir vonbrigðum? Hvað þarf til? Hversu mikið eða lítið? Hvað er nóg? Ég hef miklar væntingar til þessa verkefnis. Hvað það verður. Hvað það verður ekki. Hvað það mun verða. Hvað það mun ekki verða. Hvað það ætti að vera og hvað það ætti ekki að vera.

OVERSTATEMENT/OVERSTEINUNN: Expressions of Expectations er í stöðugri þróun og ég mun halda áfram að gera yfirlýsingar þar til það er nóg.

www.steinunnketilsdottir.com / steinunnketils@gmail.com