Relay – rannsóknarvinnustofa

Laboratoriet í Århus (Danmörk), Dansarena Nord í Hammerfest (Noregur) og Nightswimming Theatre í Toronto (Kanada) eru samstarfsaðilar Dansverkstæðisins í Relay verkefninu. Barbara Simonsen, leikstjóri í Århus, hefur um árabil staðið fyrir rannsóknarstofum í sviðslistum með danshöfundum og leikstjórum og liggur hennar vinna til grundvallar við þessa rannsóknarstofu.

Á árinu 2016 voru tveir viðburðir á vegum Performing Arts Relay, tveggja daga fundur skipuleggjenda í maí og þriggja daga tilraunastofa fyrir danshöfunda í september. Í tilraunastofunni skoðuðu danslistamennirnir Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Snædís Lilja Ingadóttir og tveir norskir danshöfundar eigin vinnuferli og fræddust um vinnuferli annarra. Markmiðið var að kanna hvaða spurningar vakna í vinnuferlinu, hvaða þekking verður til og hversu aðgengileg þessi þekking er fyrir aðra. Báðir viðburðirnir voru haldnir í Dansverkstæðinu við mikla ánægju allra viðstaddra.

Næsti viðburður í Relay verkefninu var svo í Árósum fyrstu helgina í mars 2017. Þar voru tvær rannsóknir framkvæmdar sem lesa má meira um hér. Ólöf Ingólfsdóttir og Tinna Grétarsdóttir fóru út til að taka þátt í rannsóknum og fundum og skipulagning verkefnisins heldur nú áfram. 

Áætlað er að halda áfram árið 2018 með tvær vinnustofur og er nú verið að fjármagna þá viðburði. 

Hingað til hefur verkefnið verið styrkt af norrænum sjóðum auk þess sem að hver aðili að verkefninu leggur til eigið fjármagn. 

Myndir frá vinnustofunni hér á Dansverkstæðinu í haust voru teknar af Steve Lorenz

_mg_9712

_mg_9707_mg_9713 _mg_9717 _mg_9722