RELAY

3 daga tilraunastofa um

SAMSETNINGU / COMPOSITION

í Hammerfest í Noregi 25 – 29 maí.

Performing Arts Relay er samstarfsverkefni Seachange Theatre í Danmörku, Dansarena Nord í Noregi og Dansverkstæðisins. Reglulega er sviðslistafólki boðið að taka þátt í tilraunastofum sviðslista og að þessu sinni er hún haldin í Hammerfest í Noregi. Í tilraununum mæta sviðslistirnar öðrum listformum eða alls óskyldum starfsgreinum. Markmiðið er að draga fram þekkingu og aðferðir sem verður til í listum og setja í nýtt samhengi.

Barbara Simonsen leikstjóri hjá Seachange stýrir tilraunastofunni. Gefum henni orðið:

COMPOSITION – the act of composing = creating structure, form and content (or dramaturgy or narration or a work process or whatever).

On Day 1 we work with mapping. Participants map one of their processes with focus on the theme of composition.

On Day 2 and 3, we divide people into teams to work with 5-minute pieces that they have prepared beforehand (dance, theatre, or performance). The artists get feedback from other fields and the teams explore composition from the participants’ different angles.

Danshöfundar sem vilja taka þátt þurfa að koma með 5 mínútur af dansi sem þeir vilja vinna með í tilraunastofunni. Því er gert ráð fyrir að þeir taki með sér 1-2 dansara til að sýna dansinn og vinna áfram með hann í Hammerfest í samspili við aðila úr annari listgrein eða starfssviði.

Umsóknarfrestur er 22. janúar og sótt er um með því að senda póst á danceatelier@danceatelier.is. Öllum umsóknum verður svarað um hæl. Listamennirnir sem fyrir valinu verða munu fá þóknun fyrir sitt framlag og allan kostnað greiddan en óskað verður eftir að þeir sæki um ferðastyrk til Nordisk Kulturkontakt.

Ekki hika við að heyra í Tinnu (6118244) eða Ólöfu (8976140) ef að þið eruð með einhverjar spurningar.