samstarfsverkefni

Dansverkstæðið tekur virkan þátt í alþjóðlegur samstarfi. Síðustu ár hafa verkefnin verið fjölbreytt og tekið á sig ýmsar myndir í formi vinnustofa, námskeiða og þróunar.

Relay -Laboratoriet í Århus (Danmörk), Dansarena Nord í Hammerfest (Noregur) og Nightswimming Theatre í Toronto (Kanada) eru samstarfsaðilar Dansverkstæðisins í Relay verkefninu. Barbara Simonsen, leikstjóri í Århus, hefur um árabil staðið fyrir rannsóknarstofum í sviðslistum með danshöfundum og leikstjórum og liggur hennar vinna til grundvallar við þessa rannsóknarstofu. Hér má lesa meira um verkefnið.

NoCAM: Nordic Circle of Artistic Management er verkefni er miðar að því að þróa hæfni einstaklinga til að koma að framleiðslu sviðslista og mun stíla á sjálfstætt starfandi listamenn sem og framleiðendur og umboðsmenn (e. producers and managers).Verkefnið er leitt af framleiðslufyrirtækinu SITE í Svíþjóð en aðrir samstarfsaðilar eru: Danse og Teatersentrum í Noregi, Dansehallerne í Danmörku og Arts Management í Finnlandi.