Samtök um Danshús

Samtök um Danshús voru stofnuð sumarið 2010 til að vinna að því markmiði að koma á fót Danshúsi í Reykjavík, sem verði heimili dansins á breiðum grunni. Dansverkstæðið – vinnustofur danshöfunda – er fyrsta áfangi í átt að Danshúsi. Þar gefst tækifæri til að styðja við vinnu sjálfstætt starfandi danshöfunda og dansara og byggja upp innviði fyrir starfsemi Danshúss. Í Dansverkstæðinu er einnig aðstaða fyrir Reykjavík Dance Festival, Félag íslenskra listdansara og önnur félög og hagsmunasamtök danslistamanna. Þannig er verkstæðið sameiginlegur vettvangur þessara aðila og heimili dansins.

Samtökin vinna að stofnun Danshúss í Reykjavík í góðri samvinnu við félagasamtök danslistamanna og listdansstofnanir. Innan greinarinnar er breið samstaða um það sjónarmið að slíkt hús geti verið mikil lyftistöng fyrir danslistina og bætt aðstæður allra sem vinna við dans.

Myndir úr starfsemi Dansverkstæðisins

Gerast félagi

Árgjald fyrir aðild að Samtökum um Danshús er 10.000 krónur.
Félagsmenn fá:
• reglulegar upplýsingar um starfsemi Samtaka um Danshús
• ókeypis þjálfunartíma
• 3 ókeypis klukkustundir í æfingasal á ári
• 33% afslátt á leiguverði á sölum vegna æfinga
• lækkað verð á ýmis námskeið á vegum Dansverkstæðisins

> Gerast félagi í  Samtökum um Danshús

Vildarvinir

Dansunnendur og áhugamenn um Danshús á Íslandi geta gerst vildarvinir og styrkt Samtökin um 5.000 kr á ári. Vildarvinir fá reglulegar upplýsingar um starfsemi Samtaka um Danshús.

> Gerast vildarvinur